Aðventukvöld, 4. desember kl. 20:00

Í kvöld, sunnudagskvöldið 4. desember er aðventukvöld í Glerárkirkju kl. 20:00 í umsjón sr. Gunnlaugs Garðarsonar. Að vanda verður fjölbreyttur söngur, en allir þrír kórar Glerárkirkju koma fram ásamt stjórnendum sínum, þeim Valmari Väljaots, Hjördísi Evu Ólafsdóttur og Marinu Ósk Þórólfsdóttur. Ljósaathöfn fermingarbarna verður á sínum stað, fólk hvatt til að fjölmenna og taka virkan þátt, sérstaklega þegar Heims um ból er sungið í lok stundarinnar. Hugvekju kvöldsins flytur Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni.