Fréttir

Óheil siðferðileg afstaða er ær og kýr freistingarinnar

Á umræðukvöldum í Glerárkirkju þetta misserið er fjallað um bók páfa ,,Jesús frá Nasaret". Í þeim hluta sem fjallað er um í kvöld segir hann meðal annars: Eðli allra freistinga er ... að víkja Guði til hliðar vegna þess að við teljum hann aukaatriði og lítum hreinlega á hann sem óþarfan og þreytandi í samanburði við allt það sem virðist mikilvægara til að veita okkur lífsfyllingu. Að reisa heim við okkar eigið ljós án tengsla við Guð, að byggja á okkar eigin grunni og hafna öllum veruleika utan við þann pólitíska og efnislega og víkja Guði til hliðar sem tálmynd - þetta er freistingin sem ógnar okkur og birtist okkur í mörgum mismunandi myndum. Óheil siðferðileg afstaða er ær og kýr freistingarinnar. ... Hún læst líka tala fyrir sönnu raunsæi: Það sem er raunverulegt er það sem er beint fyrir framan nefið á okkur - völd og peningar. Í samanburði verður allt sem snertir Guð óraunverulegt, minni háttar og eitthvað sem enginn þarf á að halda. (Bls. 46). Þátttakendur í tveggja manna tali í kvöld eru dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og sr. Sigríður Munda Jónsdóttir. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.

Fermingarferðalög á Löngumýri

Prestar kirkjunnar hafa nú sent öllum foreldrum fermingarbarna bréf heim í pósti með upplýsingum vegna ferðalags á Löngumýri. Ef bréfið hefur af einhverjum orsökum ekki borist þá er það einnig aðgengilegt hér fyrir neðan.

Gagnrýni þökkuð

Það er til marks um að fólki þyki vænt um kirkjuna sína og starfið sem þar fer fram þegar gagnrýni er komið á framfæri um það sem betur má fara í kirkjustarfinu. Valgarður Stefánsson skrifaði í Velvakanda á dögunum og benti réttilega á að þó að upptaka af fræðslukvöldi fari fram, megi ræðumaður ekki bara horfa í myndavélina. Bréf hans til Velvakanda má lesa hér fyrir neðan í heild sinni.

Samræðukvöldin halda áfram

Fyrsta samræðukvöldið um trúna á Krist, guðspjöllin og nútímann var á miðvikudaginn var. Hér á vefnum má nú hlusta á tveggja manna tal þeirra sr. Jóns Ármanns Gíslasonar, prófastur, og Jóns Vals Jenssonar, kaþólskur guðfræðingur, um efni kvöldsins: Sagan og raunveruleikinn. Þá flutti sr. Guðmundur Guðmundsson stuttan inngang um ærlegt samtal páfa og rabbía. Næsta miðvikudagskvöld kl. 20 halda svo sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði, og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur í Reykjavík áfram með efnið: Kirkjan og guðfræðin. Lesa áfram á vef prófastsdæmisins.

Messa og barnastarf

Sunnudaginn 9. október er messa kl. 11:00 í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan söng. Sunnudagaskóli á sama tíma. Sameiginlegt upphaf í messu. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér sunnudagaskólann á netinu, á veffanginu: www.barnatru.is.

Kynning á starfi æskulýðskórs

Fimmtudaginn 6. október 2011 mun Marína Ósk Þórólfsdóttir, nýr kórstjóri Æskulýðskórs Glerárkirkju kynna starf kórsins í vetur og taka við skráningum. Mæting er klukkan fimm (17:00) í safnaðarsal kirkjunnar. Kórinn er opinn öllum úr sjötta bekk og eldri.

Enn hægt að skrá sig á landsmót æskulýðsfélaga

Átta krakkar sem eru virk í æskulýðsstarfi Glerárkirkju hafa þegar skráð sig í hóp þeirra sem ætla á landsmót æskulýðsfélaga á Selfossi í lok október. Nokkrir eru enn að hugsa sig um eða eiga eftir að skila skráningarblaði. Skila þarf skráningu og greiða staðfestingargjald í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 6. október.

Fermingarfræðsla veturinn 2011-2012

Fermingarfræðslan er nú hafin af fullum krafti í Glerárkirkju undir stjórn og í umsjón presta kirkjunnar, sr. Gunnlaugs Garðarssonar, sóknarprests, og sr. Örnu Ýrrar Sigurðardóttur, prests. Fræðslan er á eftirfarandi dögum:

Tveggja manna tal - samræðukvöld hefjast 5. október

Boðið verður upp á átta samræðukvöld í Glerárkirkju í október og nóvember á miðvikudagskvöldum kl. 20:00. Þar verður lögð áhersla á samtalið. Hvert kvöld fær kirkjan tvo einstaklinga til liðs við sig og taka þeir upp tveggja manna tal um efni kvöldsins. Fyrsta kvöldið verður 5. október. Þar munu Jón og sr. Jón (Jón Valur Jensson og sr. Jón Ármann Gíslason) ræða um hinn sögulega Jesú. Að loknu kaffihléi eru þátttakendur hvattir til að blanda sér í samtalið. Skoða auglýsingu - Lesa meira á vef prófastsdæmisins - Prenta út bækling.

Elsie Anna Wood - Upptaka frá fræðslukvöldi

Miðvikudagskvöldið 28. september var boðið upp á fræðslu í safnaðarheimili Glerárkirkju um listakonuna á bak við biblíumyndirnar sem þar eru nú til sýnis. Hér að ofan má horfa á fræðsluna aftur.