Hádegissamverur á miðvikudögum í Glerárkirkju

Á hverjum miðvikudegi kl. 12:00 er boðið upp á samveru í Glerárkirkju. Stundin hefst í kirkjunni við orgelleik, guðspjall síðasta sunnudags er lesið, farið með syndajátningu, gengið til altaris og sameinast í hring við altarið til fyrirbænar. Að því loknu er gengið í safnaðarsalinn þar sem boðið er upp á létta máltíð á vægu verði. Athugið að miðvikudagana 21. og 28. desember verða hádegissamverurnar á sínum stað, en sú undantekning verður gerð, að aðeins er boðið upp á molasopa að helgistund lokinni.