Sunnudagaskólabækurnar loksins komnar aftur

Börnin sem koma í sunnudagaskóla í Glerárkirkju á sunnudögum fá gefins litlar biblíumyndir. Þar sem mörgum finnst gaman að safna þessum myndum höfum við í Glerárkirkju gefið börnunum bækur til þess að hafa myndirnar í. 150 bækur sem til voru í haust kláruðust mjög fljótt. Því miður hefur dregist að fá nýjar bækur úr prentun en nú eru þær loksins komnar aftur. Það er því tilvalið að koma í sunnudagaskólann á sunnudaginn og fá bók!