Jólaaðstoð hjálparstarfsins: Síðasti umsóknardagur er 8. desember

Eins og undanfarin ár er stór hópur fólks sem þarf á fjárhagslegri aðstoð að halda fyrir jólin. Við í Glerárkirkju minnum á að - eins og margoft hefur verið auglýst í Dagskránni - síðasti umsóknardagurinn er 8. desember. Nauðsynlegt er að umsækjandi komi með gögn sem sýna helstu tekjur og gjöld viðkomandi. Hægt er að sækja um hjá presti eða djákna. Til þess að hægt sé að meta sem best stöðu hvers og eins og þörf fyrir aðstoð, eru umsækjendur beðnir um að koma með eftirfarandi gögn:

Tekjur umsækjanda (og maka ef við á):
? Vinnulaun
? Tekjur frá Tryggingastofnun
? Atvinnuleysisbætur
? Fæðingarorlof
? Framfærsla Akureyrarbær
? Tekjur frá lífeyrissjóði
? Húsaleigubætur
? Vaxtabætur
? Námslán
? Barnabætur
? Annað

Föst mánaðarleg útgjöld
? Leiga eða afborganir vegna húsnæðis / fasteignagjöld
? Rafmagn, hiti, húsfélag
? Sími, net
? Afborganir af öðrum lánum
? Útgjöld vegna barna (skólamáltíðir, tómstundir, skólagjöld)
? Bíll (bifreiðagjöld, strætó, )
? Tryggingar