06.01.2012			
	
	Fimmtudaginn 5. janúar sl. birtist viðtal við sr. Örnu Ýrr og Pétur Björgvin djákna á N4 um tvö námskeið sem eru framundan
í Glerárkirkju.
 
	
		
		
		
			
					12.01.2012
						
	
	Foreldramorgnar eru í safnaðarsal Glerárkirkju alla fimmtudaga milli tíu og tólf. Fyrsti foreldramorguninn á nýju ári verður fimmtudaginn 12.
janúar 2012. Umsjón með foreldramorgnunum hefur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, en Sigurrós Anna Gísladóttir sér um
morgunverðarhlaðborðið. Sjáumst!
 
	
		
		
		
			
					05.01.2012
						
	
	Kvenfélagið Baldursbrá stendur fyrir lifandi og fjölbreyttu starfi. Flest fimmtudagskvöld frá sjö til níu stendur félagið fyrir
handavinnukvöldum. Gengið er inn að norðanverðu og allar konur velkomnar. Á eftirtöldum fimmtudagskvöldum eru svo félagsfundir og hefst þá
dagskráin klukkan 19:30:
19. jan. / 16. feb. (aðalfundur) / 15. mars / 12. apríl / 24. maí (vorfundur). Sjá einnig hér.
 
	
		
		
		
			
					04.01.2012
						
	
	Hádegissamverur á miðvikudögum eru fastur liður í helgihaldinu í Glerárkirkju. Hvern miðvikudag klukkan tólf hittast 20 til 30 manns
í kirkjunni til bænagjörðar og altarisgöngu. Stundin hefst á því að sunginn er sálmur og hlustað er á guðsspjall
síðasta sunnudags. Að því loknu er farið með syndajátningu og gengið til altaris áður en komið er að fyrirbænastund þar
sem bænarefni sem komið hefur verið til prestanna eru lögð í Drottins hendur. Þegar lokasálmur hefur verið sunginn er svo gengið til
hádegisverðar í safnaðarsal. Allir sem vilja taka þátt í þessu helgihaldi og fyrirbænastund eru hjartanlega velkomnir. Best er að koma
fyrirbænaefnum til prestanna með því að líta við á skrifstofunni eða hringja í síma 464 8800 en einnig má senda
fyrirbænaefni tímanlega í tölvupósti á glerarkirkja@glerarkirkja.is
 
	
		
		
			
					17.01.2012
						
	
	Fermingarfræðslan á vorönn hefst þriðjudaginn 17. janúar samkvæmt stundaskrá:
Hópur A á þriðjudögum kl. 13:30
Hópur B á þriðjudögum kl. 14:30
Hópur C á þriðjudögum kl. 15:30
Hópur D á miðvikudögum kl. 13:30
Hópur E á miðvikudögum kl. 15:00
Hópur F á fimmtudögum kl. 16:45
Sjá nánar hér.
 
	
		
		
			
					03.01.2012			
	
	Þessa dagana er Marína Ósk Þórólfsdóttir sem mun stjórna bæði Barnakór Glerárkirkju og
Æskulýðskór Glerárkirkju á vorönn, að leggja lokahönd á undirbúning kórastarfsins. Æfingatímar verða
auglýstir hér á vefnum og í Dagskránni miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi, en æfingar hefjast um miðjan janúar. Nánari
upplýsingar gefur Marína Ósk í síma 847 7910.
 
	
		
		
		
			
					01.01.2012
						
	
	Hjá okkur sem stöndum á bryggjunni í dag, eru tilfinningarnar varðandi sjóferðina sem framundan er
væntanlega blendnar. Í gærkvöld komum við að bryggju að lokinni sjóferð í gegnum árið 2011.
Úr prédikun sem undirritaður flutti í dag í messu í Glerárkirkju. Áhugasamir geta lesið
hana á trú.is.
 
	
		
		
		
			
					31.12.2011			
	
	13 ungmenni hafa starfað í Glerárkirkju sem sjálfboðaliðar í 6 mánuði eða lengur hvert þeirra. Þau eiga það sameiginlegt
að hafa ákveðið að taka sér hlé frá námi eða vinnu í heimalandinu og gefa Glerárkirkju nokkra mánuði í
sjálfboðnu starfi. Áhrif þeirra á starfið eru örugglega meiri en við áttum okkur á. Nú þegar matsfundur um starf
sjálfboðaliðanna er framundan er við hæfi að bjóða upp á áramótakrossgátu hér á vefnum þar sem verkefnið er
að skrifa nöfn allra þrettán ungmennanna inn í krossgátuna. Góða skemmtun.
Krossgáta til útprentunar - Kíkja á upplýsingasíðu þar
sem nöfnin er að finna.
 
	
		
		
		
			
					29.12.2011			
	
	Þann 18. febrúar næstkomandi er von á flestum fyrrverandi EVS sjálfboðaliðum Glerárkirkju ásamt fulltrúum sendisamtaka þeirra til
fundar í Glerárkirkju. Allt frá árinu 2006 hefur æskulýðsstarf Glerárkirkju verið virkt sem svonefnd móttökusamtök fyrir
sjálfboðaliða. Og nú er komið að því að meta verkefnið og spyrja hvernig hafi tekist til og hvað megi gera betur. Þær rúmu
tvær milljónir sem kirkjan fær til verkefnisins munu koma þar að góðum notum.