Fréttir

Messa sunnudaginn 14. júní kl. 20

Sunnudaginn 14. júní verður messa kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Frá og með 14. júní verða sunnudagsmessur í Glerárkirkju kl. 20 í staðin fyrir kl. 11. Að jafnaði verður helgihald alla sunnudaga í sumar.

Sjómannadagsmessa

Sunnudaginn 7. júní kl. 11 verður sjómannadagsmesa í Glerárkirkju. Víðir Benediktsson, skipstjóri á Húna II, les ritningarlestra og Ríkharður Ólafsson og Ída Hlín Steinþórsdóttir, sjómannsbörn, bera blómakrans til minningar um týnda og drukknaða sjómenn að messu lokinni. Blómakransinn er gefinn af Sjómannafélagi Eyjafjarðar.

Fermingarstarf Glerárkirkju 2015-2016

Miðvikudaginn 26. maí buðu prestar Glerárkirkju upp á stutta kynningarfundi vegna fermingarstarfs kirkjunnar 2015-2016. Á fundunum kynntu prestarnir fyrirkomulag fermingarstarfsins í Glerárkirkju næsta vetur. Kynningarfundir verða aftur í ágúst/september. Fermingarfræðslan hefst á sólarhrings fermingarferðalagi á Hólavatn 18. - 22. ágúst. Frekari upplýsingar um fermingastarfið og fermingarferðalög eru á vef kirkjunnar. Skráning í fermingarfræðslu er hafin og fer fram hér á vefnum.

Messa í Lögmannshlíðarkirkju 31. maí kl. 14

Sunnudaginn 31. maí verður messa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots.

Kynningarfundir vegna ferminga 2016

Miðvikudaginn 27. maí verða kynningarfundir í Glerárkirkju vegna ferminga 2016 (ungmenni fædd 2002). Fundirnir verða sem hér segir: Glerárskóli kl. 16:30, Giljaskóli kl. 17:30 og Síðuskóli kl. 18:30. Á kynningarfundum verður stutt spjall um ferminguna og farið yfir nokkur praktísk atriði. Upplýsingar um fermingarstarf Glerárkirkju er hér á vefnum.

Hvítasunnudagur: Hátíðarmessa kl. 14

Hátíðarmessa á hvítasunnudegi kl. 14. Sungnir verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Allir velkomnir.

Fermingarmessa 23. maí kl. 13:30

Laugardaginn 23. maí n.k. kl. 13:30 verður fermingarmessa í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna, kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Á laugardaginn verða 16 ungmenni fermd, og munu þá hafa fermst í Glerárkirkju þetta árið 97 ungmenni. Fermd verða....

Æfingar vegna fermingar 23. maí

Föstudaginn 22. maí n.k. kl. 15 verður fermingaræfing fyrir fermingarbörn sem fermast 23. maí. Það er mikilvægt að öll fermingarbörn mæti. Á æfingunni greiða fermingarbörn fyrir fermingarkirtil og ljósmyndir.

Messa og heimsókn frá Gídeonhreyfingunni

Sunnudaginn 17. maí n.k. verður messa í Glerárkirkju kl. 14. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Organisti verður Petra Björk Pálsdóttir og forsöngvari verður Hermann R. Jónsson. Félagar úr Gídeonhreyfingunni kynna starf sitt í messunni. Allir velkomnir. Athugið breyttan messutíma kl. 14.

Söngskemmtun í Glerárkirkju

Föstudaginn 15. maí n.k. kl. 20 standa félagar úr Kór Glerárkirkju og Akureyrarkirkju ásamt sænska kórnum Pangea frá Falun fyrir söngskemmtun í Glerárkirkju. Á efnisskránni er m.a. þjóðlög frá ýmsum löndum. Aðgangur er ókeypis, en tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar til kaupa á ómtæki. Allir velkomnir.