Fréttir

Birting trúar og hins guðlega í myndlist með Goddi

Næsta fræðslukvöld miðvikudaginn 21. október mun Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), prófessor við Listaháskóla Íslands fjalla um Birting trúar og hins guðlega í myndlist. Dagskráin hefst kl. 20 með erindi hans þar sem fjalla verður um samband trúar og listar frá örófi til dagsins í dag. Settar verðar fram spurningar um framsetningu guðdómsins í myndlist ? allt frá helgileikjum til kirkjubygginga. Eftir erindið verða almennar umræður.

"Syngjum saman" á fræðslu- og umræðukvöld 14. okt. kl. 20

Margrét Bóasdóttir verkefnastjóri kirkjutónlistar mun með dyggri aðstoð kirkjukóra á Akureyri og nágrenni kynna nýja sálma og kirkjusöng. Dagskráin verðu í kirkjunni og hluti af fræðslukvöldunum um trú og list. Kvöldið byrjar kl. 20 inn í kirkju að þessu sinni og verður lögð áhersla á að upplifa sönglistina og taka þátt. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma til að syngja og hlusta eftir því sem hverjum finnst.

Leiksýningin: Upp, upp mín sál

Leikritið ?Upp, upp mín sál? verður sýnt í Glerárkirkju, mánudaginn, 12. október kl 17:00. Fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra er sérstaklega boðið á þetta leikrit, en sýningin er öllum opin. Leikritið tekur 45 mínútur í flutningi. Leikarar eru þrír: Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð sem er jafnframt leikstjóri.

Hjónanámskeiðið: Hamingjuríkt hjónaband

Á miðvikudagskvöldum í nóvember verður hjónanámskeiðið, hamingjuríkt hjónaband, í Glerárkirkju. Námskeiðið hefur farið sigurför um heiminn og hentar öllum hjónum hvort sem að þau hafi verið gift í 1 ár eða 61 ár.

Trúin og listin á fræðslu- og umræðukvöldum í október

Í október verður TRÚIN OG LISTIN viðfangsefni fræðslu- og umræðukvöldanna í Glerárkirkju. Að vanda verða flutt vönduð erindi með dæmum úr bókmenntum, tónlist, myndlist og leiklist. Fyrirlesararnir búa yfir mikill þekkingu og reynslu á sínu sviði. Markmið kvöldanna er að skapa umræðu um tengsl trúar og listar og hvernig listin auðgar kirkju og samfélag. Dr. Gunnar Kristjánsson hefur á starfsævi sinni fengist við bókmenntir og listir í sínu fræðastarfi. Hann verður með inngangserindi og leiðir umræður 7. október kl. 20-22 sem hann nefnir: Skáldin og trúin ? Hvernig birtist trúararfleifð þjóðarinnar í verkum nútímaskálda.

Helgihald sunnudaginn 4. október

Sunnudaginn 4. október verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, þjóna ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Barna - og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Í kvöldmessunni kl. 20 þjónar sr. Jón Ómar Gunnarsson ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Kyrrðardagur á Möðruvöllum í Hörgárdal 3. október.

Laugardaginn 3. október verður kyrrðardagur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar hafa verið haldnir kyrrðardagar á hverju misseri og aðstæður til kyrrðar, íhugunar og hvíldar mjög gjóðar. Umsjón hafa sr. Guðmundur, sr. Guðrún og sr. Oddur Bjarni.

Sunnudagaskóli og messa 27. september n.k.

Sunnudaginn 27. september verður sunnudagaskóli og messa í Glerárkirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskólinn verður í umsjá Sunnu Kristrúnar, djákna.

Sunnudagurinn 13. september: Messa og sunnudagaskóli

Sunnudaginn 13. september verður messa og sunnudagaskóli í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar fyrir altari og predikar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots, organista kirkjunnar. Sunna Kristrún, djákni, leiðir sunnudagaskólann ásamt leiðtogum.

Skráning í fermingarfræðslu og kynningarfundir

Fermingarundirbúningurinn í Glerárkirkju er nú framundan og hefst hann á kynningarfundum 8., 9., og 10. september n.k. fundirnir verða klukkan 16 í Glerárkirkju. Fyrir fundina er mikilvægt að búið sé að skrá fermingarbörnin í fræðslu og velja fræðslutíma, en hægt er að ganga frá því hér á vefnum.