Fréttir

Sunnudagurinn 1. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar Barna -og æskulýðskór syngur. Messa kl. 20:30 Prestur: Sr. Jón Ómar Gunnarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots. Allir velkomnir.

Samkoma í samkirkjulegri bænaviku fimmtudaginn 22. jan. kl. 20

Samkoma verður í samkirkjulegri bænaviku í Glerárkirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 20. Hún hefst með lúðrablæstri og tveir kórar syngja, Gospelkór Akureyrar og Kór Glerárkirkju. Fluttir verða nýir söngvar frá Suður-Ameríku en efnið þetta árið var undirbúið í Brasilíu af samkirkjulegri nefnd þar. Þá taka fulltrúar frá kristnum trúfélögum á Akureyri þátt í samkomunni með ritningarlestri og fyrirbæn. Ræðumaður verður sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur. Það er dýrmætt og gott samfélag sem hefur skapast í kringum þetta samstarf og bænalíf þegar kirkjudeildirnar koma saman í janúar á hverju ári. Allir eru velkomnir á samkomuna og verður mikið sungið, gleði og lofgjörð.

Sunnudagurinn 25. janúar

Messa kl. 11:00 Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir. Sunnudagskóli kl. 11:00 Sameiginlegt upphaf í messu. Foreldrar og börn velkomin.

Sunnudagurinn 18. janúar,

Sunnudagskóli kl. 11:00 Foreldrar og börn velkomin. Kvöldguðjónusta kl. 20:30 Sr. Gunnlaugur Garðarson þjónar. Krossbandið leiðir söng. Allir velkomnir

Fermingarfræðsla hefst að nýju eftir jólafrí

Fermingarfræðslan í Glerárkirkju hefst að nýju eftir jólafrí 20. janúar n.k.. Fermingarfræðslan fer fram á eftirfarandi tímum: á þriðjudögum kl. 13:30, kl. 14:30 og kl. 15:30. Á miðvikudögum kl. 13:30 og 15:00.

Sunnudagurinn 11. janúar.

Messa kl. 11.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 4. janúar.

Messa kl 11.00. Jólin kvödd. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valdimars Väljaots. Allir velkomnir.