Fréttir

Tvö embætti auglýst laus við Glerárkirkju

Miklar breytingar eru framundan í Glerárkirkju en sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur sagt starfi sínu lausu vegna fjölskylduaðstæðna og ráðningartími Ragnheiðar Sverrisdóttur djákna rennur út 31.maí. Nú hafa báðar þessar stöður verið auglýstar. Sjá auglýsingar á kirkjan.is.

Mótorhjólamessa sunnudaginn 11. maí kl. 20

Jokka og Hermann Arason sjá um tónlistina. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Sýning á krossfestingarmyndum Ólafs Sveinssonar sem tengjast á sérstakan hátt heimi mótorhjólanna er í fordyri kirkjunnar,

Fjölskylduguðsþjónusta og vorhátíð verður í Glerárkirkju sunnudaginn 11. maí kl. 11

Vorhátíð kirkjunnar kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta, skemmtun og veitingar. Barna og æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Dagnýar Höllu Björnsdóttur; einsöngur Bjarklind Ásta; Skólakór Giljaskóla og Barnakór Giljaskóla syngja undir stjórn Ástu Magnúsdóttur.Trúðar. Sr. Arna Ýrr og Ragnheiður annast helgihaldið. Töframaðurinn Hermann Helenuson sýnir listir sínar.

Messa í Glerárkirkju sunnudaginn 4. maí kl. 11.00

Messað verður í Glerárkirkju sunnudaginn 4. maí kl. 11.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmar Väljaots organista. Aðalsafnaðarfundur að messu lokinni,

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar sunnudaginn 4. maí

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í Glerárkirkju að lokinni messu kl. 11. sunnudaginn 4. maí. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Fermingar í Glerárkirkju laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. apríl kl.13.30

Fermingar verða í Glerárkirkju laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. apríl og byrja athafnirnar kl. 13.30. Prestarnir sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Valjäots organista.

Málþingin um RÉTTLÆTI komin á netið.

RÉTTLÆTI var umfjöllunarefni á fjórum málþingum í Glerárkirkju í mars. Fyrirlestrar og hugvekjur voru teknar upp og eru nú komin á vefinn. Þemun voru Mannréttindi – Réttlæti; Fátækt og misskipting auðs, Jafnrétti og jafnræði og að lokum Einstaklingshyggja – Samfélagsleg ábyrgð.

Sunnudagurinn 20. apríl - Páskadagur

Hátíðarmessa í Glerárkirkju kl: 09.00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Léttur morgrunverður að messu lokinni. Allir velkomnir.

Laugardagurinn 19 apríl.

Páskavaka í Glerárkirkju kl. 23.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar

Föstudagurinn 18. apríl-Föstudagurinn langi

Messað verður á Föstudaginn langa kl: 11.00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmar Väljaots. Íhuganir undir krossinum kl.14. Dr. Sigurður Kristinsson prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri flytur erindið virðing fyrir manneskjunni. Umræður, tónlist og kaffiveitingar. Allir velkomnir.