Fréttir

Fjölskylduguðsþjónusta 30. mars kl 11.00

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 30. mars kl:11.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Ragnheiði Sverrisdóttir, djákna. Barna-og æskulýðskór Glerárkirkju leiðir söng. Flutt verða atriði úr söngleiknum Tuma tímalausa. Ath. Foreldrum fermingarbarna er boðið til upplýsingafundar að helgihaldi loknu sunnudaginn 30. mars, bæði eftir fjölskylduguðsþjónustu og kvöldmessu. Foreldrar geta valið hvorn fundin þeir mæta.

Málþing Jafnréttisnefndar í Glerárkirkju í dag

Jafnréttisnefnd Þjóðkirkjunnar heldur í dag, þriðjudaginn 25. mars, málþing um aðgerðaráætlun í jafnréttismálum kirkjunnar næstu fjögur ár. Fyrirlesarar eru: Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, Elína Hrund Kristjánsdóttir, jafnréttisfulltrúi Þjóðkirkjunnar, Björn Þorláksson, ritstjóri, Gunnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Málþingið stendur frá kl. 17 - 21.

Foreldrafundir vegna ferminga á sunnudaginn

Nk. sunnudag, 30. mars, verður foreldrum boðið til upplýsingafunda vegna ferminga að helgihaldi loknu, bæði eftir fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 og kvöldmessu kl. 20. Þar verður farið yfir ýmis hagnýt mál tengd fermingunum og mikilvægt að sem flestir foreldrar mæti, annað hvort að morgni eða kvöldi. Væntanleg fermingarbörn eru að sjálfsögðu velkomin líka.

Messa í Glerárkirkju sunnudaginn 23. mars kl. 11.00

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 23. mars kl: 11.00 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Allir velkomnir.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað sunnudaginn 23. mars

Sunnudagaskólinn verður í safnaðarsal Glerárkirkju sunnudaginn 23. mars. Eins og venjulega byrjum við í messunni og förum síðan í safnaðarsalinn undir lofgjörðarversinu. Þar verður að sjálfsögðu fjör eins og venjulega!

Samvera fyrir eldri eldri borgara

Samvera eldri borgara verður fimmtudaginn 20. mars k. 15:00 Gestir samverunnar eru Arnar Birgir Ólafsson og Brynjar Karl Óttarsson. Þeir flytja erindið: Teikning af Akureyri. Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar unnu þeir að því að endurskapa þéttbýlisstaðinn eins og hann leit út árið 1862 í formi yfirlitsmyndar. Segja þeir frá verkefninu í máli og myndum. Rútuferð frá Lindarsíðu með viðkomu í Lögmannshlíð kl: 14:45. Kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkommnir.

Fræðslukvöld um réttlæti: Þema kvöldsins Jafnrétti og jafnræði

Í kvöld verður 3. fræðslukvöldið um réttlæti. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu flytur erindi um jafnrétti og jafnræði, og fulltrúar stjórnmálaflokkanna taka þátt í pallborðsumræðum.

Kirkjan býður framhaldsskólanemendur velkomna

Glerárkirkja er opin fyrir framhaldsskólanemendur kl. 10-14 alla virka daga meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. Fyrsti dagurinn er föstudaginn 21. mars. Boðið er upp á lesaðstöðu, nestisaðstöðu og netaðgang. Það er von okkar að nemendur sem búa nálægt kirkjunni geti notað sér þennan möguleika til að stunda nám sitt og hitta skólafélagana. Í umræðunni hefur verið bent á að hætta sé á að nemendur snúi sólarhringnum við og að erfiðlega gangi að sinna náminu heima og að hætta sé á að einhver detti út úr námi. Vonandi getur kirkjan orðið vettvangur samfélags nemenda og um leið hvatning til að stunda námið.

Kvöldguðsþjónusta kl. 20

Kvöldguðsþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 16. mars kl: 20 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Krossbandið leiðir söng. Allir velkomnir.

Messa sunndaginn 16. mars

Messa sunnudaginn 16. mars kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir. Sunnudagskólinn kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Brúðuleikhús, söngur og fjör.