Fréttir

samvera fyrir eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 18 september kl. 15.00

Fysta eldri borgara samveran haustsins verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 18 september kl. 15.00. Nýr prestur í Glerárkirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson kynnir sig. Sætaferðir verða frá Lögmannshlíð og Lindarsíðu. Allir hjartanlega velkomnir.

Messa í Glerárkirkju sunnudaginn 14. september kl. 11.00

Messað verður í Glerárkirkju sunnudaginn 14 . september kl. 11.00. Prestur: Sr Jón Ómar Gunnarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.

Minningarstund vegna fósturláta

Minningarstund vegna fósturláta verður haldin í Höfðakapellu á Akureyri þriðjudaginn 16. september kl. 16.30. Minningarstundin er hugsuð til að koma til móts við þau ótalmörgu sem upplifað hafa sorg vegna fósturláts. Að stundinni lokinni verður gengið í fósturduftreitinn í kirkjugarðinum, þar sem hægt er að leggja blóm við minnisvarðann. Minningarstundin er haldin í samvinnu Sjúkrahússins á Akureyri og Útfararþjónustu kirkjugarða Akureyrar. Prestur er sr. Guðrún Eggertsdóttir, tónlistarflutning annast: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti og Sigríður Hulda Arnardóttir, söngkona. Athöfnin er öllum opin.

Kvöldmessa í Glerárkirkju Sunnudaginn 7. september kl 20.30

Kvöldmessa verður í Glerárkirku sunnudaginn 7. september kl. 20:30. Prestur sr. Guðrún Eggertsdóttir. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.

Fyrsti Mömmumorgunn er 4. september kl. 10.00

Mömmumorgnar byrja í Glerárkirkju fimmtudaginn 4. september kl. 10.00 Foreldrar er hvattir til að mæta með börn sín. Nánari upplýsingar gefur sunna.kristrun@glerarkirkju.is

Fyrsta hádegissamvera vetrarinns.

Fyrsta hádegissamveran vetrarinns verður nk. miðvikudag 3. september kl. 12.00. Allir velkomnir.

Messa Sunnudaginn 31. ágúst kl. 14.00

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 31. ágúst kl: 14.00 Sr. Jón Ómar Gunnarsson boðinn velkominn til þjónustu og settur í embætti af prófasti sr. Jóni Ármanni Gíslasyni. Sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur þjónar. Kaffiveitingar að athöfn lokinni. Allir hjartanlega velkomnir.

Messa í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 24. ágúst kl. 20.30

Messa verður í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 24. ágúst kl. 20.30. Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.

Sr Arna Ýrr kveður söfnuðinn

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir mun kveðja söfnuðinn í messu sunnudagskvöldið 17. ágúst kl. 20:30. Hún heldur nú til starfa í Grafarvogssöfnuði í Reykjavík eftir fjögurra ára þjónustu hér. Allir eru velkomnir að taka þátt í helgihaldinu og þiggja veitingar að messu lokinni.

Messa í Glerárkirkju Sunnudaginn 17. ágúst

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 20.30 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og kveður söfnuninn. Kaffi og meðlæti að messu lokinni. Allir hjartanlega velkomnir.