Fréttir

Næsta málþing um fátækt á miðvikudaginn 12. mars kl. 20

Fyrsta málþingið um mannréttindi og réttlæti er nú hægt að skoða hér á vefnum. Hugvekja sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur, prests í Glerárkirkju, og erindi Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Næsta miðvikudag kl. 20 mun Halldór S. Guðmundsson fjalla um fátækt og misskipting auðs. Hann er einn af höfundum skýrslunnar Farsæld sem nálgast má að vef Hjálparstarfs kirkjunnar á help.is.

Ritningarvers fermingarbarna

Nú hafa fermingarbörnin fengið með sér heim blað með ritningarversum og spjald til að skrifa niður versið sem þau velja. Þau þurfa að gera þetta í samráði við foreldra eða forráðamenn og skila í næstu viku í fermingarfræðslu. Hér eru nokkur vers sem hægt er að velja.

Kynning á málþingunum um réttlæti

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir kynnti málþingin í mars á miðvikudagskvöldum kl. 20 um réttlæti. Hér má sjá kynninguna og á næstunni birtast hugvekja hennar og erindi Margrétar Steinarsdóttur um mannréttindi og réttlæti. Það var upplýsandi erindi um mannréttindi og uppruna þeirra og þýðingu fyrir nútímasamfélag okkar. Pallborðsumræður voru gefandi með fulltrúum frá stjórnmálaflokkum á Akureyri.

Messa kl 11. á Sunnudaginn í Glerárkirkju

Messað verður í Glerárkirkju sunnudaginn 9. mars kl 11. Sameiginlegt upphaf í barnastarfi. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttir Allir velkommnir.

Málþing á miðvikudögum í mars um réttlæti

Á miðvikudagskvöldunum í mars verður málþing kl. 20-22. Félagslegt réttlæti verður skoðað út frá fjórum þemum: 1. Mannréttindi – réttlæti. 2. Fátækt og misskipting auðs. 3. Jafnrétti og jafnræði. 4. Einstaklingshyggja – Samfélagsleg ábyrgð. Auk fyrirlesara taka fulltrúar sjórnmálaflokka þátt í pallborðsumræðum. Í upphafi er stutt hugvekja út frá efni kvöldsins. Velkomin að taka þátt í opinni umræðu um málefni sem snerta alla. Kvöldin eru öllum opin og kosta ekkert. Miðvikudaginn 5. mars fjalla Magrét Steinsdóttir um mannréttindi og réttlæti. Hún framkvæmdstjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Gullna hliðið í fjölskylduguðsþjónustu á sunnudaginn

Það verður mikið um dýrðir í fjölskylduguðsþjónustunni á sunnudaginn. Krakkar úr leiksýningunni Gullna hliðið koma í heimsókn ásamt Hljómsveitinni Evu og flytja atriði úr sýningunni. Svo syngur Marín Eiríksdóttir einsöng og Barna- og æskulýðskór kirkjunnar kemur fram.

Kaffihús með gómsætum bollum og tónlist á æskulýðsdaginn

Sunnudagurinn 2. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Í því tilefni verður kaffihús með gómsætum bollum og tónlist í safnaðarsal Glerárkirkju kl. 16-17:30.

Prédikun sr. Örnu Ýrrar sunnudaginn 23. febrúar sl

Hér má sjá prédikun sr. Örnu Ýrrar frá sl. sunnudegi.

Sr. Guðrún Eggertsdóttir flytur erindi um kyrrðarbæn

Síðasta erindið um kristna íhugun og bæn verður í kvöld miðvikudag 26. febrúar kl. 20 í þessari fyrirlestraröð. Sr. Guðrún Eggertsdóttir mun fjallar um Kyrrðarbænina (Centering prayer) og leiða íhugun í kirkjunni. Þá er erindi sr. Halta Þorkelssonar, prestur Kaþólsku kirkjunnar á Akureyri, aðgengilegt hér á vefnum. Hann nefndi erindi sitt: Tíðabænir, daglegar bænir kirkjunnar.

Fjölskylduguðsþjónusta í Glerárkirkju

Fjölskylduguðsþjónust verður í Glerárkirkju sunnudaginn 2. mars kl. 11.00 Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar ásamt Ragnheiði Sverrrisdóttir djákna. Barna-og æskulýðskórinn Glerárkirkju leiðir almennan söng. Börn úr leiksýningunni Gullna hliðinu koma fram ásamt Hljómsveitinni Evu. Einsöngur Marin Eiriksdóttir. Um tónlist sjá Dagný Halla Björnsdóttir og Björn Þórarinnsson Allir hjartanlega velkomnir.