Málþingin um RÉTTLÆTI komin á netið.

RÉTTLÆTI var umfjöllunarefni á fjórum málþingum í Glerárkirkju í mars. Fyrirlestrar og hugvekjur voru teknar upp og eru nú komin á vefinn. Þemun voru Mannréttindi – Réttlæti; Fátækt og misskipting auðs, Jafnrétti og jafnræði og að lokum Einstaklingshyggja – Samfélagsleg ábyrgð. Sjá hér: Auk fyrirlesara voru pallborðsumræður sem fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Akureyri var boðið að taka þátt í. Umræður voru góðar og gagnlegar og í grundvallaratriðum enginn ágreiningur um mikilvægi þess að RÉTTLÆTiI þyrfti að ríkja í samfélaginu. Þrátt fyrir það gerðu allir sér grein fyrir því að nauðsynlegt væri að vera vakandi fyrir því að misrétti og óréttlæti þrifust ekki og að það yrði að fyrirbyggja að svo yrði. Samfélagið á Akureyri er enginn undanteknig í þessu samhengi.