Fréttir

Kynning á umræðukvöldum

Í október og nóvember stendur Glerárkirkja í samvinnu við prófastsdæmið fyrir umræðukvöldum um kristna trú. Umræðurnar byggjast á bók eftir Halvor Moxnes sem nefnist í íslenskri þýðingu sr. Hreins S. Hákonarsonar: "Hvað er kristin trú?" Á fyrsta kvöldinu gerði sr. Hreinn meðal annars grein fyrir því hvar bókin varð fyrst á vegi hans og hvernig hann féll fyrir henni. Að hans sögn er margt í bókinni ögrandi og mun sumt koma lesandanum verulega á óvart. Hér fyrir neðan má hlusta á þessa stuttu frásögn sr. Hreins.

Opið bréf til Alþingismanna

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum fyrir árið 2013, þar sem enn er gerð atlaga að sóknargjaldinu og öðrum tekjustofnum Þjóðkirkjunnar. Og þá auðvitað líka að tekjustofnum annara trúfélaga. Í opnu bréfi til Alþingismanna sem birtist m.a. á trú.is spyr Gísli Jónasson prófastur Alþingismenn tíu spurninga og biður um svör á opinberum vettvangi.

Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti kynntur

KFUM og KFUK á Akureyri í samstarfi við nokkra aðila stendur fyrir fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála, 11. október kl. 16:30 til 18:00. Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Kynningin fer fram í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Allir velkomnir.

Myndir frá skyndihjálparnámskeiði

Nokkrar myndir frá skyndihjálparnámskeiði fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða eru nú aðgengilegar hér á vef Glerárkirkju.

Fermingarferðalag í Skagafjörð

Eins og undanfarin ár fara fermingarbörnin í Glerárkirkju í ferðalag, sér til gagns og gamans. Farið verður frá Glerárkirkju að morgni (brottför kl. 08:30) á Löngumýri í Skagafirði með viðkomu á Hólum í Hjaltadal. Áætluð heimkoma er um kl. 20:00 sama dag. Kostnaði vegna ferðarinnar er haldið í lágmarki og er hún styrkt bæði úr sóknarsjóði Lögmannshlíðarsóknar og héraðssjóði prófastsdæmisins. Börnin greiða 1500 kr. hvert. Fargjöld, fæði og námsgögn eru þar innifalin.

Jesú sögunnar - Kristur trúarinnar

Umræðukvöldaröðin "Hvað er kristin trú?" hefst miðvikudagskvöldið 10. október næstkomandi með erindi sr. Hreins Hákonarsonar sem nefnist "Jesú sögunnar - Kristur trúarinnar." Umræðurnar á miðvikudagskvöldum í haust eru byggðar á samnefndri bók eftir Halvör Moxnes. Sem fyrr er um samstarf Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis og Glerárkirkju. Hvert kvöld hefst með erindi kl. 20:00. Að loknu kaffihléi taka við umræður til kl. 22:00. Aðgangur er ókeypis, ekki nauðsynlegt að skrá sig. Tekið er á móti frjálsum framlögum í kaffisjóð. Velkomið er að mæta á einstaka kvöld.

Kvöldmessa kl. 20:00

Messað verður í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 7. október kl. 20:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir fjölbreyttan sálmasöng undir stjórn Valmars Väljaots organista.

Fjölskylduguðsþjónusta 7. október kl. 11:00

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 7. október kl. 11:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni leiða athöfnina. Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju syngja undir stjórn Marínu Óskar Þórólfsdóttur og Rósu Ingibjargar Tómasdóttur. Sögustund fyrir börnin við altarið, brúðuleikhús og fleiri dagskrárliðir sunnudagaskólans eru hluti af fjölskylduguðsþjónustunni. Allir fá biblíumynd og bók til að safna biblíumyndum í.

Evrópuhátíðin 2013 - upplýsingar

Á foreldrafundi í UD-Glerá í kvöld upplýstu þeir Jóhann H. Þorsteinsson og Pétur Björgvin Þorsteinsson, umsjónarmenn æskulýðsstarfsins foreldra og unglinga um ýmsa þætti sem tengjast Evrópuhátíð KFUM og KFUK 2013. Hátíðin verður haldin í Prag í Tékklandi í byrjun ágúst og stefnir æskulýðshópurinn á þátttöku þar. Helstu upplýsingar kvöldsins eru nú einnig aðgengilegar hér á vefnum.

Facebook reglur fyrir unglinga - tillaga

Á fræðslukvöldi sem KFUM og KFUK og Glerárkirkja stóðu fyrir með stuðningi Æskulýðssjóðs um Facebooknotkun, setti fyrirlesari kvöldsins, Halldór Elías Guðmundsson fram hugmynd að Facebook notkunarreglum fyrir ósjálfráða ungmenni. Að beiðni þátttakenda eru reglurnar birtar hér. Þær eru hugsaður sem grundvöllur fyrir umræðu milli ungmenna og foreldra um Facebooknotkun, en ekki sem algildar reglur sem allir ættu að fara eftir. Þá nefndi Halldór að foreldrum væri hollt að velta því fyrir sér hvort þau gætu sjálf farið eftir álíka reglum fyrir fullorðna áður en þau færu fram á að unglingarnir færu eftir svona reglum. Góða skemmtun.