Fermingarferðalag í Skagafjörð

Eins og undanfarin ár fara fermingarbörnin í Glerárkirkju í ferðalag, sér til gagns og gamans. Farið verður frá Glerárkirkju að morgni (brottför kl. 08:30) á Löngumýri í Skagafirði með viðkomu á Hólum í Hjaltadal. Áætluð heimkoma er um kl. 20:00 sama dag. Kostnaði vegna ferðarinnar er haldið í lágmarki og er hún styrkt bæði úr sóknarsjóði Lögmannshlíðarsóknar og héraðssjóði prófastsdæmisins. Börnin greiða 1500 kr. hvert. Fargjöld, fæði og námsgögn eru þar innifalin.

Í fermingarfræðslunni undanfarið hafa prestarnir dreift kynningarbréfi til fermingarbarnanna um ferðirnar, en bréfin má einnig nálgast hér á vefnum. Smellið á mynd af bréfi fyrir viðkomandi skóla. (ATH: Börnum úr öðrum skólum er velkomið að velja hvaða dag þau fara með í ferðina)

Giljaskóli 15.okt. Glerárskóli 16. okt. Síðuskóli 18. okt.

 

   

Vinsamlegast athugið að reglubundin fermingarfræðsla fellur niður viðkomandi viku, þ.e. börnin mæta aðeins í fermingarferðalagið þessa vikuna.