Kynning á umræðukvöldum

Í október og nóvember stendur Glerárkirkja í samvinnu við prófastsdæmið fyrir umræðukvöldum um kristna trú. Umræðurnar byggjast á bók eftir Halvor Moxnes sem nefnist í íslenskri þýðingu sr. Hreins S. Hákonarsonar: "Hvað er kristin trú?" Á fyrsta kvöldinu gerði sr. Hreinn meðal annars grein fyrir því hvar bókin varð fyrst á vegi hans og hvernig hann féll fyrir henni. Að hans sögn er margt í bókinni ögrandi og mun sumt koma lesandanum verulega á óvart. Hér fyrir neðan má hlusta á þessa stuttu frásögn sr. Hreins.