Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti kynntur

KFUM og KFUK á Akureyri í samstarfi við nokkra aðila stendur fyrir fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála, 11. október kl. 16:30 til 18:00. Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Kynningin fer fram í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Allir velkomnir.