Fjölskylduguðsþjónusta 7. október kl. 11:00

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 7. október kl. 11:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni leiða athöfnina. Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju syngja undir stjórn Marínu Óskar Þórólfsdóttur og Rósu Ingibjargar Tómasdóttur. Sögustund fyrir börnin við altarið, brúðuleikhús og fleiri dagskrárliðir sunnudagaskólans eru hluti af fjölskylduguðsþjónustunni. Allir fá biblíumynd og bók til að safna biblíumyndum í.