Fréttir

Elsie Anna Wood (1887 - 1978) - fræðslukvöld

Þessa dagana stendur yfir sýning í Glerárkirkju á eftirprentunum af biblíumyndum sem notaðar voru við kennslu í skólum bæjarins hér áður fyrr. Höfundur flestra þeirra er Elsie Anna Wood (1887 - 1978). Miðvikudagskvöldið 28. september kl. 20:00 verður fræðslukvöld um listamanninn og myndirnar í Glerárkirkju. Þeim sem ekki eiga heimangengt gefst nú þegar kostur á að: Skoða glærur kvöldsins og lesa erindi kvöldsins.

Jesús tekur á móti þér!

Það er dýrmætt að heyra í foreldrum sem er það hjartans mál að börnin þeirra sæki sunnudagaskóla. Sumir foreldrar eiga ekki heimangengt. Þá er gott að eiga nágranna, vinkonu eða vin, sem grípur börnin með í sunnudagaskólann. Lesa áfram á trú.is.

Fjölskylduguðsþjónusta og fundur með foreldrum fermingarbarna

Sunnudaginn 25. september kl. 11:00 er fjölskylduguðsþjónusta í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur þjónar ásamt Pétri Björgvin Þorsteinssyni, djákna. Barnakór Glerárkirkju leiðir söng. Barnastarf á sama tíma í safnaðarsal - sameiginlegt upphaf í guðsþjónustunni. Að guðsþjónustu lokinni er fundur fyrir fermingarbörn og foreldra í safnaðarsal.

Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar nálgast

Endilega skoðið þetta kynningarmyndband um landsmót æskulýðsfélaga. Krökkum sem taka þátt í MeM námskeiði Glerárkirkju stendur til boða að fara með Glerárkirkju á þetta mót!

Safnaðarblað Glerárkirkju komið út

Safnaðarblaði Glerárkirkju var dreift í gær í öll hús í 603 Akureyri. Einnig má nálgast blaðið sem pdf-skjal hér á vef Glerárkirkju. Í blaðinu er m.a. að finna kynningu á mannréttindanámskeiði fyrir unglinga, pistil um starf Kórs Glerárkirkju, kynningu á samræðukvöldum sem verða í október og nóvember og sagt frá öllum helstu starfsþáttum kirkjunnar. Skoða blaðið sem pdf-skjal.

Góð aðsókn á samveru eldri borgara

Samvera eldri borgara var vel sótt í dag í Glerárkirkju en um 60 manns áttu saman notalega stund og hlýddu á ljóðskáld úr ljóðahópi Gjábakka frá Kópavogi flytja frumsamið efni. Næstu samverur eldri borgara í Glerárkirkju verða eftirfarandi fimmtudaga: 13. október / 17. nóvember / 15. desember. Skoða myndir.

TTT starfið hefst á laugardaginn

Krökkum úr fimmta, sjötta og sjöunda bekk býðst að taka þátt í fjölbreyttu tómstundastarfi í Glerárkirkju alla laugardaga kl. 16:00 til 17:30. Umsjón með dagskránni hafa Stefanía Tara Þrastardóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir og Samuel Örn Pétursson, framhaldsskólanemar. Þau hafa öll tengst starfinu í Glerárkirkju síðustu ár og meðal annars lokið farskóla leiðtogaefna. Framundan er meðal annars ferðalag í Fjallabyggð þar sem gist verður eina nótt. Síðasta vetur var m.a gist á Hrafnagili og hjálögð mynd tekin við það tækifæri.

Samræðukvöld haustið 2011

Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi í samstarfi við Glerárkirkju stendur fyrir samræðukvöldum á miðvikudögum kl. 20:00 í október og nóvember eins og undanfarin misseri. Tilgangurinn með þeim er að skapa vettvang til samtals um kirkju og kristni og eru allir sem áhuga hafa velkomnir til að taka þátt í samtalinu.

12 spora starfið í Glerárkirkju

12 spora fundir í Glerárkirkju verða á mánudögum kl. 19:30 í vetur. Mánudagskvöldið 26. september er síðasta opna kvöldið, þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér starfið. Í október tekur við lokað hópastarf. Skoða auglýsingu.

Kærleiksþjónustan er samfélagsform

Sunnudagurinn 18. september 2011 er dagur kærleiksþjónustunnar. Prédikunina sem flutt var í Glerárkirkju er að finna á trú.is Lesa prédikun.