Fjölskylduguðsþjónusta og fundur með foreldrum fermingarbarna

Sunnudaginn 25. september kl. 11:00 er fjölskylduguðsþjónusta í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur þjónar ásamt Pétri Björgvin Þorsteinssyni, djákna. Barnakór Glerárkirkju leiðir söng. Barnastarf á sama tíma í safnaðarsal - sameiginlegt upphaf í guðsþjónustunni. Að guðsþjónustu lokinni er fundur fyrir fermingarbörn og foreldra í safnaðarsal.