TTT starfið hefst á laugardaginn

Krökkum úr fimmta, sjötta og sjöunda bekk býðst að taka þátt í fjölbreyttu tómstundastarfi í Glerárkirkju alla laugardaga kl. 16:00 til 17:30. Umsjón með dagskránni hafa Stefanía Tara Þrastardóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir og Samuel Örn Pétursson, framhaldsskólanemar. Þau hafa öll tengst starfinu í Glerárkirkju síðustu ár og meðal annars lokið farskóla leiðtogaefna. Framundan er meðal annars ferðalag í Fjallabyggð þar sem gist verður eina nótt. Síðasta vetur var m.a gist á Hrafnagili og hjálögð mynd tekin við það tækifæri.