Safnaðarblað Glerárkirkju komið út

Safnaðarblaði Glerárkirkju var dreift í gær í öll hús í 603 Akureyri. Einnig má nálgast blaðið sem pdf-skjal hér á vef Glerárkirkju. Í blaðinu er m.a. að finna kynningu á mannréttindanámskeiði fyrir unglinga, pistil um starf Kórs Glerárkirkju, kynningu á samræðukvöldum sem verða í október og nóvember og sagt frá öllum helstu starfsþáttum kirkjunnar. Skoða blaðið sem pdf-skjal.