Velheppnað hjónakvöld

Fyrsta hjónakvöldið af fjórum í nóvember fór fram 4. nóvember og mættu 11 pör á hjónakvöldið. Þema kvöldsins var Að byggja traustan grunn, en hjónakvöldin byggja á námskeiðinu Hamingjuríkt líf, sem á rætur sínar að rekja til Englands. Á þessu fyrsta kvöldi var fjallað um hin ólíku stig hjónabandsins, helstu ástæður þess að hjónabönd bresta og hvernig er hægt að byggja traustan grunn undir hjónabandið. Um kvöldið vann hvert par fyrir sig verkefni úr verkefnabókinni sem höfðu það að markmiði að meta stöðu hjónabandsins og ræða hinar ólíku óskir og væntingar sem við höfum til hvors annars í hjónabandinu.Heimavinna vikunnar fyrir hvert par er að taka frá tíma til þess að eiga hjónastund og skipuleggja reglulegar hjónastundir næstu mánuði. 

Framundan eru hjónakvöld: 

11. nóvember: Listin að tjá sig

18. nóvember: Að leysa ágreining

25. nóvember: Máttur fyrirgefningarinnar og ást í verki


Frekari upplýsingar eru hér á vefnum!