Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Dagana 2. og 3. nóvember taka fermingarbörn í Glerárkirkju þátt í landssöfnum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá ganga fermingarbörn í sókninni í hús og safna fjármunum í innsiglaða bauka merkta Hjálparstarfi kirkjunnar frá kl. 17-20. Fermingarbörnunum hefur verið mjög vel tekið undanfarin ár. Þessi söfnun vegur þungt í fjáröflun Hjálparstarfs kirkjunnar. Fjármununum hefur verið varið í ýmis verkefni í Afríku þar sem Hjálparstarfið hefur átt gott samstarf við heimamenn, m.a. hafa verið byggðir vatnsbrunnar í þorpum.

Lesa meira um Hjálparstarfið...

Fólk við brunn - Hjálparstarf kirkjunnar