Leiklistin og trúarlegar glímur á miðvikudagskvöldið 28. okt.

Næstkomandi miðvikudag 28. október kl. 20-22 verða þeir sr. Oddur Bjarni Þorkelsson og sr. Hannes Örn Blandon með erindi á fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju um Leiklistina og trúarlegar glímur ? Leikhúsið í kirkjunniMunu þeir fjalla um tvö leikverk Réttarhöldin yfir Guði eftir Elie Wiesel og Fiðlarann á þakinu eftir Jerry Bock, Sheldon Harnick og Joseph Stein. Það síðara sýndi Freyvangsleikhúsið síðastliðið vor en Oddur Bjarni leikstýrði og Hannes lék aðalhlutverk. Markmið kvöldsins er að skapa umræðu um trú og leiklist.