Starfsnemar í Glerárkirkju

Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djáknakandídat, og Sindri Geir Óskarsson, guðfræðikandídat eru þessa dagana í starfsnámi við Glerárkirkju. Þau koma við í flestum liðum starfsins og kynnast störfum djákna og presta. Þau taka því þátt í helgihaldi, fermingarstörfum og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Eydís Ösp er í starfsnámi hjá Sunnu Kristrúnu, djákna Glerárkirkju, en Sunna er eini starfandi djáknin í Eyjafjarðar - og Þingeyjarprófastsdæmi. Sindri Geir verður í starfsnámi hjá sr. Gunnlaugi Garðarssyni, sóknarpresti Glerárkirkju. Við óskum þeim blessunar og vonum að tíminn í Glerárkirkju verði þeim báðum lærdómsríkur.