Fréttir

Sunnudagur 28. október

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Sameignilegt upphaf í messu. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjóna. Allir velkomnir.

Eldri borgarar.

Samvera eldri borgara verður fimmtudaginn 18. október kl. 15:00. Gestur fundarins er Ásthildur Sturludóttir, nýráðin bæjarstjóri á Akureyri. Mætum vel, og bjórðum hana velkomna til starfa. Ath.: Sætaferðir verða frá Lindarsíðu og Lögmannshlíð.

Sunnudagur 21. október.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Sameiginlegt upphaf í messu. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Sunna Kristrún djákni þjórna. Allir velkomnir.

Sunnudagur 14. október

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00 Sunna Kristrún djákni þjónar. Barna- og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margétar Árnadóttur kórstjóra. Undirleikari er Agnes Gísladóttir.

Umræðukvöld um helgihaldi kirkjunnar verður miðvikudaginn 17. okt. kl. 20

Umræðukvöldin í Glerárkirkju verða að þessu haust þrjú á hálfs mánaðar fresti og beinast að söfnuðinum. Öllum í söfnuðunum gefst þar tækifæri til að leggja orð í belg um málefni sem brenna á kirkjunni. Kvöldin hefjast með inngangserindi, svo er boðið upp á kaffi og yfir kaffinu eru málin rædd. Kvöldin enda með helgistund í kirkjunni. Fyrsta kvöldið verður um merkingu og hlutverk messunnar: Merking og hlutverk messunnar í bænalífi og tilbeiðslu safnaðarins. Sr. Kristján Valur Ingófsson var vígslubiskup í Skálholti og hefur verið í helgisiðanefnd þjóðkirkjunnar um árabil, auk þess að starfa í ólíkum söfnuðum meðal annars Norðanlands.

Sunnudagur 7. október

Guðþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00. Sameiginlegt upphaf í guðþjónustu. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Helgistund kl. 20:00 Krossbandið leiðir söng. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjórnar. Allir velkomnir.

Sunnudagur 30. sepember.

Messa kl. 11:00 Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.

Fermingarfræðslan hefst í næstu viku.

Fermingarfræðslan hefst samkvæmt áætlun í næstu viku þann 25. sept og 27 sept. Fermingarhóparnir eru 4. Þriðjudag kl. 14:10 og 15:10 og fimmtudag kl. 14:10 og 15:10 Skráning í fermingarfræðslu er rafræn hér að neðan. https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSelr1wQIb_M1_8rphyDwhI-HwzkujQ5-9Sz6JIAyTemQEa8wQ/viewform

Sunnudagur 23. september.

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Sunna Kristrún djákni þjóna. Barna-og æskulýðskór syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur kórstjóra. Organisti: Valmar Väljaots. Allir velkomnir. Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Ath.: Eftir fjölskylduguðþjónustuna og kvöldmessuna verður létt spjall við foreldra fermingarbarna um tilhögun fermingarfræðsunar í vetur. Foreldrar sem eiga börn sem fermast í vor eru hvött til að mæta.

Sunnudagur 16. september.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valamars Väljaots oranista. Umsjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún djákni. Allir velkomnir.