Æskulýðsdagurinn í Glerárkirkju & Vöfflukaffi

Nú á sunnudaginn, 13. mars kl.11:00 fögnum við Æskulýðsdeginum hér í kirkjunni. 
Við upphaf mars mánaðar lyftum við upp því magnaða unga fólki sem tekur þátt í safnaðarlífinu hjá okkur, eigum góða stund í kirkjunni, komum saman í bæn og fögnuði áður en við röltum yfir í safnaðarheimili þar sem okkar bíða rjúkandi heitar vöfflur.

Æskulýðsdagurinn er EKKI bara fyrir börn eða ungmenni - heldur fyrir okkur öll. 
Eigum góða stund saman.
Sjáumst í kirkjunni.