Bænastund fyrir friði - 6.mars kl.11:00

Nú á sunnudaginn er helgistund kl.11:00 þar sem við komum saman í bæn fyrir friði í Úkraínu og um heim allan.
Ívar Helgason söngvari og tónlistarmaður leiðir tónlist stundarinnar með félögum úr Kór Glerárkirkju. Við stundina verða sungnir fallegir sálmar, lög frá Rússlandi og Úkraínu, auk lagsins fallega "Myndin hennar Lísu" - sem er ekkert annað en friðarbæn.
Sjáumst á sunnudagsmorgni og eigum góða stund.