Skráning í fermingarferð á Hólavatn

Kæru foreldrar/forráðamenn

Dagana 1. – 3. apríl eru fyrirhugaðar fermingarferðir á Hólvatn fyrir fermingarárganginn og eru þær tilboð til fermingarbarnanna og eru valkvæðar. Öllum úr árgangnum er hjartanlega velkomið að koma með óháð því hvort þau séu að hugsa um að fermast eða ekki.

Er val um tvær ferðir

Smellið á þann dag sem hentar ykkur hér að ofan til að opna skráningarblað.

 

Búið er að hafa samband við skólana og láta vita af ferðinni en foreldrar þurfa sjálfir að sækja um leyfi fyrir krakkana.

Það sem þarf að hafa með:

                -Sæng (svefnpoki) og koddi

                -Lak

                -Handklæði

                -Auka föt

                -Fatnað til útiveru

                -Snyrtidót

 

Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá og verður hún í sumarbúðaanda.

Við brottför þarf að greiða þáttökugjald, kr. 4.000.

Síðasti skráningardagur í ferðina er 24. mars fyrir kl. 17:00.

 

Skráning í ferðina er á glerarkirkja.is og nánari upplýsingar veitir Verkefnastjóri Glerárkirkju, Eydís Ösp eydisosp@glerarkirkja.is, s: 865-4721