Helgistund 27. febrúar

Vegna smita í kór og starfsmannahópi kirkjunnar verður ekki heðfbundin guðsþjónusta núna á sunnudaginn, en við komum saman í bæn og kyrrð, eigum ljúfa stund og leyfum okkur að hlaða andlegu batteríin. 
Hvar sem tvö eða þrjú eru saman komin í mínu nafni, er ég mitt á meðal þeirra segir Kristur. Þegar við komum saman til samfélags erum við að efla okkur sjálf og samferðafólkið, efla þá trú að yfir okkur sé vakað og að almættið sé ávallt jafn nærri okkur og andardrátturinn. Því Guð er með okkur, alla daga.

Helgistundin og sunnudagaskóli Glerárkirkju hefjast kl.11:00

Sjáumst í kirkjunni.