Foreldrafundir vegna ferminga á sunnudaginn

Nk. sunnudag, 30. mars, verður foreldrum boðið til upplýsingafunda vegna ferminga að helgihaldi loknu, bæði eftir fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 og kvöldmessu kl. 20. Þar verður farið yfir ýmis hagnýt mál tengd fermingunum og mikilvægt að sem flestir foreldrar mæti, annað hvort að morgni eða kvöldi. Væntanleg fermingarbörn eru að sjálfsögðu velkomin líka.