Málþing Jafnréttisnefndar í Glerárkirkju í dag

Jafnréttisnefnd Þjóðkirkjunnar heldur í dag, þriðjudaginn 25. mars, málþing um aðgerðaráætlun í jafnréttismálum kirkjunnar næstu fjögur ár. Fyrirlesarar eru: Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, Elína Hrund Kristjánsdóttir, jafnréttisfulltrúi Þjóðkirkjunnar, Björn Þorláksson, ritstjóri, Gunnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Málþingið stendur frá kl. 17 - 21.