Gullna hliðið í fjölskylduguðsþjónustu á sunnudaginn

Það verður mikið um dýrðir í fjölskylduguðsþjónustunni á sunnudaginn. Krakkar úr leiksýningunni Gullna hliðið koma í heimsókn ásamt Hljómsveitinni Evu og flytja atriði úr sýningunni. Svo syngur Marín Eiríksdóttir einsöng og Barna- og æskulýðskór kirkjunnar kemur fram.