Kaffihús með gómsætum bollum og tónlist á æskulýðsdaginn

Sunnudagurinn 2. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Í því tilefni verður kaffihús með gómsætum bollum og tónlist í safnaðarsal Glerárkirkju kl.  16-17:30. Boðið verður upp á dagskrá:  Lárus og hljómsveit, Ten-sing frá KFUM og K og Lofgjörðarhópur Hjálpræðishersins koma fram.  Dagskráin er í boði Glerárkirkju, KFUM-K og Hjálpræðishersins.  Ekki er hægt að taka við kortagreiðslum.  Allur ágóði rennur til bágstaddra unglinga í gegnum Hjálparstarf Kirkjunnar.  Allir verkomnir