Sr. Guðrún Eggertsdóttir flytur erindi um kyrrðarbæn

Síðasta erindið um kristna íhugun og bæn verður í kvöld miðvikudag 26. febrúar kl. 20 í þessari fyrirlestraröð.  Sr. Guðrún Eggertsdóttir mun fjallar um Kyrrðarbænina (Centering prayer) og leiða íhugun í kirkjunni. Þá er erindi sr. Halta Þorkelssonar, prestur Kaþólsku kirkjunnar á Akureyri, aðgengilegt hér á vefnum. Hann nefndi erindi sitt: Tíðabænir, daglegar bænir kirkjunnar.

Sr. Hjalti gerði góða grein fyrir bakgrunn tíðabænanna bæði meðal kristinna manna en einnig meðal annarra. Hann skilgreindi tíðabænina að það væri bæn sem væri beðin á ákveðnum tíma dags. Þá lýsti hann tíðarbænunum í Kaþólsku kirkjunni og hvernig hún væri iðkuð í dag meðal reglufólks, presta og almennings. Hann taldi tíðabænina mikilvæga fyrir kristnina og minninguna um Krist og eftirfylgdina við hann.