Fréttir

Ein grein á ári

Einstaka sóknir eru okkur hinum til fyrirmyndar í því hvernig þær nota fjölmiðla í sinni fyllstu breidd. Á þessum vettvangi eru mikil tækifæri fyrir kirkju í sókn. Með nýjan biskup við stýrið hljótum við að horfa til þess að segja frá öllu því góða starfi sem fram fer í kirkjunni.

Nýr biskup hefur störf

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hóf formlega störf í morgun á Biskupsstofu. Dagurinn hófst á helgistund með starfsfólki og morgunkaffi áður en gengið var til starfa.

Orð kvöldsins á RÚV 1

Orð kvöldsins er á sínum stað í sumar á Rás 1, öll kvöld (utan laugardagskvöld) kl. 22:10. Flytjandi í júlímánuði er Pétur Björgvin, djákni í Glerárkirkju.

Kveðjuprédikun hr. Karls Sigurbjörnssonar

Hr. Karl Sigurbjörnsson hélt sína síðustu prédikun sem biskup Íslands á lokadegi prestastefnu síðastliðinn miðvikudag. Hjartnæm orð hans snertu marga viðstadda. Hann sagði meðal annars: "Allt frá árdögum hins kristna samfélags hefur spurningin leitað á: Fyrst heilögum anda var úthellt yfir kirkjuna hvers vegna bregðast þá þau sem leitast við að fylgja Kristi og reiða sig á leiðsögn anda hans, bregðast og gera mistök? "

Agnes tekin formlega við sem biskup Íslands

Prestastefnu var slitið með messu í Dómkirkjunni í gær. Karl biskup predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Agnesi biskupi. Í lok athafnarinnar afhenti fráfarandi biskup nýjum biskup lykla af Dómkirkjunni og Biskupsstofu sem og hirðisstaf.

Kvöldmessa á sunnudaginn

Messað verður í Glerárkirkju næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Valmar Väljaots og Kór Glerárkirkju sjá um tónlistina. Heitt á könnunni að messu lokinni. Allir velkomnir.

Æskulýðnefnd þjóðkirkjunnar

Á Kirkjuþingi haustið 2011 var samþykkt þingsályktun (21/2011) um stofnun æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir umræðu um barna- og unglingastarf kirkjunnar um land allt, stöðu þess og þróun.

Samhent samfélag

Páll postuli minnir okkur á að hugtakið náð felur í sér meira en aðgerðarlaust viðhorf eða afstöðu. Miklu fremur er náð kærleikur í verki. Við sem eru kristinnar trúar fáum að taka höndum saman til að byggja upp mannvænna, lífvænna samfélag. Sem ráðsmenn sköpunarinnar er okkur einnig falið að gæta sköpunarverksins.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir: Vígsluprédikun

Í vígsluprédikun sinni í dag sagði frú Agnes M. Sigurðardóttir m.a.: "Við erum ekki eyland. Við sem nú þjónum Kirkjunni byggjum á því sem var og mótum það sem verður. Verkefni okkar er því sístætt. Sem Kirkja höfum við þurft að horfast í augu við mörg lærdómsrík mál og búa þannig um hnúta að við getum horft björtum augum til framtíðar. Það starf hefur eflt okkur og þeir ferlar sem mótaðir hafa verið eru öðrum fordæmi í samfélaginu."

Norska kirkjan fjölgar djáknastöðum

Kirkjuþing norsku kirkjunnar samþykkti í apríl 2011 að stórfjölga djáknastöðum. Stefnt er að því að árið 2015 verði að minnsta kosti einn djákni starfandi í hverju prófastsdæmi. Ekki er gert ráð fyrir því að sóknargjöldin standi ein undir þessari breytingu, heldur á að nota aðra fjármuni norsku kirkjunnar til þess að gera þessa breytingu að veruleika. Til lengri tíma er stefnt að því að hver sókn hafi sinn djákna. Á Íslandi er staðan önnur. Starfandi djáknar á landinu eru samtals 18 og dreifast þeir á 4 prófastsdæmi af 9 og þar af tæplega helmingur í safnaðarstarfi, hinir á stofnunum. Glerárkirkja er ein fárra kirkna með djákna í 100% starfshlutfalli.