Framtíðin sem við viljum

Sameinuðu þjóðirnar hafa um fjörutíu ára skeið tekið forystu í að því að kalla þjóðir heims til samræðu og skuldbindinga vegna vistkreppunnar í heiminum. Nú síðast í Río de Janeiró 20.-22. júní 2012 og er ráðstefnan í daglegu tali kölluð Río +20. „Framtíðin sem við viljum“ er 53 blaðsíðna skýrsla sem samþykkt var á ráðstefnunni. Hana má nálgast hér á ensku. Í framtíðarskýrslunni er fjallað um grænt hagkerfi og sjálfbærnimarkmið sett sem eiga að koma í stað hinna svokölluðu þúsaldarmarkmiða frá og með árinu 2015. Stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins (LWF) haldinn í Bógota í Brasilíu í síðustu viku sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna skýrslunnar „Framtíðin sem við viljum“ (sjá hér).

Sr. Sigríður Guðmarsdóttir segir ítarlega frá þessu á trú.is.