Hamingjuóskir frá Lúterska heimssambandinu til biskups Íslands

Á vef Lúterska heimssambandsins kemur fram að sr. Martin Junge, framkvæmdastjóri Lúterska heimssambandsins óskar íslensku kirkjunni til hamingju með vígslu sr. Agnesar M. Sigurðardóttur til biskups Íslands. Þar minnir hann á að árið 2007 samþykkti sambandið ályktun um hlutverk kirkjunnar í uppbyggingar- og sáttarferli samfélagsins, meðal annars í löndum sem verði fyrir efnahagslegum áföllum. Í kveðju hans segir meðal annars:

“Trúverðugleiki kirkjunnar vex í samhengi þess að við stöndum með þeim sem eru þurfandi og kalla eftir efnahagslegu og félagslegu réttlæti."

Sjá nánar á vef Lúterska heimssambandsins.