17.04.2011
Í dag er Pálmasunnudagur - við fögnum innreið Jesú Krists í Jerúsalem. Mannfjöldinn fagnaði Jesú og margir lögðu
pálmagreinar á götuna eða sveifluðu þeim. Í hugum flestra voru pálmagreinarnar ekki bara einhverjar trjágreinar. Pálmtré voru
jafnvel talin heilög og mörgum þótti þau vera tákn um líf og sigur. Þannig minnti pálmatréið Ísraelsmenn á
sjálfstæðið og sigursælan konung þeirra.
Lesa pistil á trú.is
16.04.2011
Um helgina verða tvær fermingarmessur.
14.04.2011
Á fimmtudagsmorgnum er líf og fjör í safnaðarsal Glerárkirkju an þá hittast foreldrar með ungana sína. Nú fer senn að
líða að lokum starfsins á vorönn, en þó eru nokkrar samverur eftir og munum við meðal annars fagna 20 ára afmæli foreldramorgna.
16.04.2011
Kyrrðardagur verður á Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 16. apríl kl. 10-17. Þátttakendur eru hvattir til að klæða
sig eftir veðri svo njóta megi gönguferða í náttúrunni, hvort sem fólk velur að ganga eitt sér eða í hóp. Umsjón:
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum og sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur.
Kyrrðardagurinn er þátttakendum að kosnaðarlausu. Fólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldi þátttakenda er
takmarkaður. Skráning á srslara@ismennt.is eða í síma 462 1963.
11.04.2011
Maike Schäfer hefur verið sjálfboðaliði í Glerárkirkju og á leikskólanum Síðuskóla frá því í lok
ágúst á síðasta ári. Verkefnið er styrkt af Evrópu Unga Fólksins, en Glerárkirkja hefur verið viðurkenndur móttökuaðili innan Evrópu Unga Fólksins frá því
á árinu 2005. Við báðum Maike að segja aðeins frá dvöl sinni. (English below)
14.04.2011
Almennur félagsfundur verður í kvenfélaginu Baldursbrá næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 19:30. Sérstakur gestur fundarins verður Valgerður
Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna. Nýir félagar velkomnir.
03.04.2011
Bernharður Wilkinson stjórnaði Föroyjar LandsOrkestur - blásarasveit ungmenna og kennara þeirra frá Færeyjum í
fjölskylduguðsþjónustu í Glerárkirkju 3. apríl 2011. Hér að ofan er upptaka af stærstum hluta þess sem þau léku, en
fyrri hlutann má finna með því að smella á áfram!
02.04.2011
Fastur þáttur í starfi Kórs Glerárkirkju er að syngja við messur á Dvalarheimilunum Hlíð og Kjarnalundi.
Þann 20. mars síðastliðinn var Messa á Hlíð þar sem Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónaði og félagar
úr kór sungu við undileik Valmars Väljaots. Að vanda var þetta mjög ánægluleg heimsókn. Okkur kórfélögum finnst
alltaf gott að koma á Hlíð, hitta íbúa þar og þiggja kaffi og meðlæti eftri messu. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
03.04.2011
Fóroyar Landsorkestur sem er blásarasveit unglinga frá Þórshöfn í Færeyjum er sérstakur gestur í
fjölskylduguðsþjónustu í Glerárkirkju næstkomandi sunnudag, 3. apríl kl. 11:00. Sveitin mun hefja leik kl. 10:45 fram að
guðsþjónustu kl. 11:00, taka tvö lög í guðsþjónustunni sjálfri og leika lokalagið.
03.04.2011
Jóhannesarpassían eftir Johann Sebastian Bach verður flutt í Hallgrímskirkju Reykjavík og Menningarhúsinu Hofi Akureyri 1.-3. apríl 2011.
Þetta er eitt af meginverkum tónlistarsögunnar. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og
glæsilegur hópur ungra íslenskra einsöngvara undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors Hallgrímskirkju. Tónleikarnir á Akureyri eru til
minningar um Áskel Jónsson sem var organisti í Lögmannshlíðarsókn frá 1945 til 1987.
Sjá nánar: kirkjan.is - menningarhus.is - N4.is