Fréttir

Þjóðgildakvöldin halda áfram

Mánudagskvöld eru þjóðgildakvöld á vorönn í Glerárkirkju. Næsta mánudag mun Guðmundur Baldvin Guðmundsson frá Framsóknarflokknum fjalla um lýðræði og jöfnuð, en sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir mun sjá um hugvekju í upphafi kvöldsins. Frásagnir af kvöldunum eru birtar á vef prófastsdæmisins, hugvekjur kvöldanna gerðar aðgengilegar á vefnum og framsöguerindið birt á youtube.

Æskulýðsdagurinn 6. mars

Á æskulýðsdegi kirkjunnar þann 6. mars næstkomandi er fjölbreytt dagskrá í boði í Glerárkirkju. Dagskrá dagsins hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama tíma. Um kvöldið, kl. 19:30 stendur æskulýðsfélagið Glerbrot fyrir góðgerðakaffihúsi þar sem vöfflur verða seldar og ágóðinn verður nýttur í að leysa þrælabörn úr ánauð. Kl. 20:30 er svo komið að söngmessu í umsjón sr. Örnu og Valmars organista.

Spiel und Spass - Wir sprechen Deutsch

Einn ef þeim hópum sem hittist reglulega í Glerárkirkju er ,,Spiel und Spass" hópurinn. In Glerárkirkja trifft sich die ,,Spiel und Spass" Gruppe jeden Sonntag um 16:00 Uhr. Kinder die Grundkenntnisse in Deutscher Sprache haben sind herzlich willkommen.

Þemavika fermingarbarna heldur áfram

Þemavika fermingarbarna hófst með fjölmennri guðsþjónustu síðastliðið sunnudagskvöld þar sem fermingarbörn og foreldrar tóku virkan þátt í helgihaldinu. Í gær mánudag bauðst krökkunum svo að kynnast því hvernig það er að syngja í æskulýðskór og létu nokkur fermingarbörn sjá sig - bæði strákar og stelpur. Við hér í Glerárkirkju fögnum þessari virku þátttöku og hlökkum til að sjá hve mörg mæta í dansinn í dag kl. 17:00.  Einnig minnum við á að fermingarfræðslan er á sínum stað, dagskrár þemaviku er til viðbótar við hefðbundna fræðslu.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna

Samkirkjuleg bænastund undir formerkjum alþjóðlegs bænadags kvenna verður haldin í Glerárkirkju föstudagskvöldið 4. mars næstkomandi og hefst hún kl. 20:00. Fólk er hvatt til að fjölmenna og sameinast í bæn með konum um allan heim! Þema kvöldsins snýr að aðstæðum fólks í Síle og er yfirskriftin: Hversu mörg brauð hefur þú?

Virðing og réttlæti - Þjóðgildakvöld í Glerárkirkju

Hermann Jón Tómasson frá Samfylkingunni er framsögumaður á þjóðgildakvöldi í Glerárkirkju í kvöld, mánudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:00. Katrín Ásgrímsdóttir, sem sæti á í Kirkjuráði sér um helgistundina. Hér er um framhald á umræðukvöldum um þjóðgildin að ræða sem staðið hafa yfir á vegum prófastsdæmisins í Glerárkirkju frá því í febrúarbyrjun.

16 ára og eldri hittast á föstudagskvöldum

KNS - Kristið næstumþví stúdentafélag - er heiti á klúbbi 16 ára og eldri krakka. Þau hittast á hverju föstudagskvöldi kl. 20:00 í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri. Dagskráin er fjölbreytt og margt til gamans gert.

Helgihald sunnudaginn 27. febrúar

Sunnudaginn 27. febrúar er messa í Glerárkirkju kl. 11:00 þar sem Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Þá er kvöldguðsþjónusta með Krossbandinu kl. 20:30. Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Fjölmennum og eigum góða stundir saman í kirkjunni okkar. Athygli er vakin á því að kvöldguðsþjónustan er um leið upphaf þemaviku fermingarbarna.

Þemavika fermingarbarna

Dagana 27. febrúar til 6. mars næstkomandi gera fermingarbörn í Glerárkirkju sér dagamun. Fyrir utan hefðbundna fermingarfræðslu er boðið upp á fjölbreytta þemavikudagskrá. Fermingarbörn vorsins eru hvött til að mæta og taka þátt.

Foreldrabréf til fermingarbarna

Ný styttist í fermingar vorsins í Glerárkirkju, en fyrsta ferming er laugardaginn 9. apríl. Af því tilefni hafa prestar kirkjunnar nú skrifað forráðafólki fermingarbarna bréf þar sem fram koma ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi undirbúning og skipulag fermingarathafnanna. Bréfinu er dreift í fermingarfræðslu í þessari viku, en einnig aðgengilegt hér á vef kirkjunnar og forráðafólki tilkynnt það í tölvupósti.