17.03.2011
Næstkomandi mánudagskvöld, 21. mars kl. 20:00 er hófsemdin og samfélagið til umræðu á þjóðgildakvöldi. Sr. Dalla
Þórðardóttir prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi hefur kvöldið með helgistund og innleggi út
frá kristinni siðfræði um þema kvöldsins. Að helgistund lokinni er gengið í safnaðarsalinn þar sem Sigurður Guðmundsson sem situr
í Bæjarstjórn fyrir hönd Bæjarlistans mun flytja framsöguerindi. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.
14.03.2011
Síðustu sex ár hefur Glerárkirkja tekið á móti 56 ungmennum erlendis frá. Flest hafa stoppað stutt. Erindi þeirra hefur verið að
taka þátt í nokkurra daga verkefni á vegum Glerárkirkju eða í samstarfi við Glerárkirkju. Þau ungmenni sem hafa dvalið lengst (6 til
13 mánuði) hafa verið styrkt af Evrópu Unga Fólksins. Síðastliðið haust tók Glerárkirkja svo í
fyrsta sinn á móti BIJ-sjálfboðaliða. Hún heitir Jessica og við báðum hana að skrifa nokkur orð um
verkefnið og sýn hennar á það.
10.03.2011
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju syngja undir stjórn Valmars Väljaots. Barnastarf verður í
safnaðarsal á sama tíma, sameiginlegt upphaf. Allir velkomnir.
09.03.2011
Mánudagskvöldið 14. mars eru þjóðgildin jafnrétti og sjálfbærni til umræðu í Glerárkirkju. Dagskráin hefst kl.
20:00. Þar mun Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri-Grænna flytja framsöguerindi en Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur
mun vera með inngangsorð og annast stutta helgistund. Fólk er hvatt til að mæta og hlusta á góð erindi og taka þátt í
umræðunni.
07.03.2011
Þessa dagana stendur yfir myndasýning í forkirkju Glerárkirkju. Þar sýna Maike Schäfer og Klaudia Migdal myndir sem þær tóku af
fermingarbörnum kirkjunnar á þemaviku og við önnur tækifæri.
Skoða má yfirlit yfir sýninguna á Facebook-síðu
Glerárkirkju.
06.03.2011
Vegna vetrarfría í grunnskólum á Akureyri verður frí í fermingarfræðslunni vikuna 6. - 12. mars, þ.e. þriðjudag til fimmtudag
8. - 10. mars. Fermingarfræðslan verður síðan aftur á sínum stað í vikunni þar á eftir, þ.e. 15 - 17. mars.
06.03.2011
Söngmessa með félögum í Kór Glerárkirkju undir stjórn Valmars og Sr. Örnu Ýrrar. Sungnir verða sálmar úr
"Sálmabók barnanna" nr. 175 Barn þitt vil ég vera, 194 Megi gæfan, 166 Þú er Guð sem gefur lífið, 105 Í
bljúgri bæn, 38 Drottinn er minn hirðir, 58 Ég er lífsins brauð.
03.03.2011
Nú eru listar með fermingarbörnum vorsins komnir inn á síðuna. Þá getið þið fundið hér:
03.03.2011
Mánudagskvöld
eru þjóðgildakvöld á vorönn í Glerárkirkju. Næsta mánudag mun Guðmundur Baldvin Guðmundsson frá Framsóknarflokknum
fjalla um lýðræði og jöfnuð, en sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir mun sjá um hugvekju í upphafi kvöldsins. Frásagnir af
kvöldunum eru birtar á vef prófastsdæmisins, hugvekjur kvöldanna gerðar aðgengilegar á vefnum og framsöguerindið birt á youtube.
02.03.2011
Á æskulýðsdegi kirkjunnar þann 6. mars næstkomandi er fjölbreytt dagskrá í boði í Glerárkirkju. Dagskrá dagsins hefst
með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama tíma. Um kvöldið, kl. 19:30 stendur
æskulýðsfélagið Glerbrot fyrir góðgerðakaffihúsi þar sem vöfflur verða seldar og ágóðinn verður nýttur
í að leysa þrælabörn úr ánauð. Kl. 20:30 er svo komið að söngmessu í umsjón sr. Örnu og Valmars organista.