Hárið - kvöldguðsþjónusta í Glerárkirkju á sunnudaginn

Í kvöldguðsþjónustu 8. maí kl. 20:30 verður þema stundarinnar söngleikurinn Hárið. Þar er hippatímabilið í fókus, friðarboðskapur og áhersla á kærleika og fegurð. Krossbandið mun flytja lög úr söngleiknum í íslenskri þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar og fjallað verður um söngleikinn í máli og myndum, og hvernig hann tengist kristnum boðskap. Allir eru velkomnir. Lifi ljósið