Hollráð til hamingju - lærum að spara

Rauði Kross Íslands - Akureyrardeild í samstarfi við Vinnumálastofnun stendur fyrir fræðslufundi í Lundarskóla miðvikudaginn 11. maí kl. 20:00. Þar mun Lára Ómarsdóttir segja frá sinni persónulegu reynslu og gefa kreppuráð sem margir geta nýtt sér. Það eru allir velkomnir og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.