Messa og barnastarf sunnudaginn 22. september kl. 11

Á sunnudaginn verður að venju messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 með sameiginlegu upphafi í messu. Að messu lokinni er foreldrum fermingarbarna sem ekki komust á fund í kirkjunni síðasta sunnudag, gefið tækifæri á að hitta sr. Gunnlaug í safnaðarsal á stuttum upplýsingafundi.