Minningarstund vegna fósturláta

Minningarstund vegna fósturláta verður haldin í Höfðakapellu á Akureyri fimmtudaginn 12. september kl. 16.30.

Minningarstundin er hugsuð til að koma til móts við þau ótalmörgu sem upplifað hafa sorg vegna fósturláts.

Að stundinni lokinni verður gengið í nýjan fósturduftreit í kirkjugarðinum, þar sem hægt er að leggja blóm við minnisvarðann.

Minningarstundin er haldin í samvinnu Sjúkrahússins á Akureyri og  Útfararþjónustu kirkjugarða Akureyrar.

Prestur er sr. Guðrún Eggertsdóttir, tónlistarflutning annast: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti og Sigríður Hulda Arnardóttir, söngkona.

Athöfnin er öllum opin.