Fyrsti foreldramorgunn vetrarins verður 12. september

Nú hefjum við aftur vetrarstarfið og þá fyllist húsið af foreldrum og ungum börnum þeirra á fimmtudagsmorgnum kl. 10. Þetta eru notalegar samverustundir, góðar veitingar í boði á vægu verði, og góð aðstaða fyrir bæði foreldra og börn, gott að geyma barnavagna fyrir utan og hlusta eftir sofandi börnum, og líka mottur, leikföng og barnastólar. Allir foreldrar og forráðamenn ungra barna eru velkomnir.