Fræðslukvöldin hefjast aftur

Nú hefja göngu sína á ný hin sívinsælu fræðslukvöld Glerárkirkju í samvinnu við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Í október verður þemað ,,Syngjandi kirkja", með þátttöku kóra, organista og presta á svæðinu og verður áreiðanlega margt fróðlegt þar að finna fyrir áhugafólk um tónlist og sálmasöng. Hér er að finna nánari upplýsingar um fræðslukvöldin í október.