Eldri borgara samvera fimmtudaginn 19. september kl. 15

Fyrsta eldri borgara samvera vetrarins verður fimmtudaginn 19. september kl. 15. Gestur samverunnar verður Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, sem nýlega hóf störf í Glerárkirkju. Að sjálfsögðu verður kaffihlaðborðið hennar Rósu á sínum stað, og helgistund og söngur er alltaf hluti af dagskránni. Allir eldri borgarar velkomnir.