Fermingarbörn úr Giljaskóla

Fermingarbörn úr Giljaskóla dvöldu á Hólavatni  í eina nótt  um helgina. Veðrið var einstaklega gott og því var hægt að vera í leikjum úti. Leikurinn Stratego sló í gegn, setið var við arinneld og sönvar sungir og frætt um forvitinn mann í Nýja testamentinu. Markmið með ferðunum er fyrst og fremst að kynna æskulýðsstarf  UD-Glerá fyrir verðandi fermingarbörnum og hvetja þau til að taka virkan þátt í því í vetur. Fundir verða á fimmtudagskvöldum í vetur og er fyrsti fundurinn 12. sept. Unglingastarfið er opið öllum unglingum á Akureyri úr 8.-10. bekk en það er sameiginlegt starf Glerárkirkju og KFUM og KFUK á Akureyri